Hveratún Ehf
Hveratún var stofnað árið 1946 af Skúla Magnússyni og Guðnýju Pálsdóttur. Fyrirtækið er nú í eigu Magnúsar Skúlasonar og Sigurlaugar Sigurmundsdóttur.
Það eru sex gróðurhús í Hveratúni alls um 2200m2 og eru þau hituð upp með vatni frá hverasvæðinu utan við gróðrarstöðina.
Á veturna eru gróðurhúsin lýst með sérstökum lömpum, sem gera það mögulegt að rækta salat allt árið um kring.
Síðan árið 2000 hefur nær eingöngu verið ræktað allskonar salat og steinselja í Hveratúni.
Hveratún er staðsett í Laugarási í Bláskógabyggð.
Hveratún og Laugarás í haustlitum. Mynd: Páll Skúlason
Eitt af gróðurhúsunum í Hveratúni. Mynd: Páll Skúlason